Svör við erindum.

(Mál nr. 6443/2011)

A kvartaði yfir því að hafa ekki borist svar frá innanríkisráðuneytinu við erindi varðandi atvinnumál fanga í tilteknu fangelsi. Umboðsmaður Alþingis lauk málinu með bréfi, dags. 16. júní 2011, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997. Í skýringum innanríkisráðuneytisins kom fram að erindi A hefði hvorki fundist í málaskrá ráðuneytisins né í opinberu tölvupósthólfi þess eða pósthólfi ráðherra. Ráðuneytið hefði því haft samband við A, upplýst hann um að erindið hefði ekki borist og bent honum á að senda það að nýju á tilgreint netfang. Þegar það hefði borist yrði það tekið til viðhlítandi meðferðar. Umboðsmaður taldi því ekki tilefni til að fjalla frekar um kvörtunina en benti A á að ef hann teldi afgreiðslu erindisins dragast úr hófi gæti hann leitað til sín á nýjan leik.