Almannatryggingar. Félagsleg aðstoð.

(Mál nr. 6498/2011)

A kvartaði yfir synjun á umsókn um umönnunarbætur vegna umönnunar maka. Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 4. júlí 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997. Í málinu lágu fyrir upplýsingar um að mál A væri enn til meðferðar hjá úrskurðarnefnd almannatrygginga. Þar sem almennt er ekki gert ráð fyrir að umboðsmaður fjalli um mál sem er til meðferðar hjá stjórnvöldum, sbr. m.a. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997, taldi hann ekki ástæðu til að aðhafast en tók fram að teldi A ástæðu til að kvarta yfir töfum á afgreiðslu á kærunni gæti hún leitað til sín á ný með sérstaka kvörtun þar að lútandi og jafnframt að fenginni niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar, væri hún ósátt við niðurstöðuna.