Skattar og gjöld. Innheimtuhættir.

(Mál nr. 6510/2011)

A kvartaði yfir samskiptum sínum við Reykjavíkurborg vegna greiðslu fasteignagjalda fyrir árið 2011. Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á kvörtuninni með bréfi, dags. 14. júlí 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997. Af kvörtun A og gögnum sem fylgdu henni varð ekki ráðið að hann hefði leitað með málið til innanríkisráðuneytisins, sbr. 102 og 103. gr. laga nr. 45/1998. Því taldi umboðsmaður ekki uppfyllt skilyrði laga til að geta fjallað um kvörtunina, sbr. sjónarmið að baki 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997.