Svör við erindum. Viðbrögð við úrskurði æðra stjórnvalds eða áliti umboðsmanns.

(Mál nr. 6500/2011)

A kvartaði yfir því að stjórn Þjóðkirkjunnar hefði ekki brugðist við áliti umboðsmanns Alþingis frá 31. mars 2011 í máli nr. 5778/2009 og fór þess jafnframt á leið að umboðsmaður hlutaðist til um gjafsókn sér til handa, sbr. d-lið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997. Umboðsmaður Alþingis lauk málinu með bréfi, dags. 4. júlí 2011, þar sem ekki varð séð að A hefði borið umkvörtunarefnið undir biskup Íslands. Á meðan endanleg afstaða biskups til málsins lá ekki fyrir taldi umboðsmaður ekki tilefni til að taka til athugunar hvort ástæða væri til að leggja til að A yrði veitt gjafsókn.