Svör við erindum.

(Mál nr. 6384/2011)

Hinn 1. apríl 2011 kvartaði A yfir því innanríkisráðuneytið hefði ekki svarað bréfi sínu, dags. 24. nóvember 2010., þar sem hann óskaði eftir endurupptöku á tilteknum afgreiðslum gjafsóknarnefndar og nefndar um dómarastörf. A kvartaði einnig yfir því að fá ekki staðfestingu frá ráðuneytinu á því „hver erindi [sín] nákvæmlega [væru] sem því [hefðu] borist eftir 1. september 2010“. Umboðsmaður Alþingis lauk umfjöllun sinni um málið með bréfi, dags. 14. júlí 2011, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997. Í skýringum innanríkisráðuneytisins kom fram að beiðni um endurupptöku á áliti nefndar um dómarastörf yrði framsent nefndinni til afgreiðslu, að ráðuneytið hefði nú tekið saman lista yfir erindi frá A sem borist hefðu ráðuneytinu á tímabilinu september 2010 til maí 2011 og að óskað hefði verið eftir nánari skýringum frá A vegna óskar hans um endurupptöku á ótilgreindu gjafsóknarmáli. Umboðsmaður taldi því ekki ástæðu til að aðhafast frekar að sinni.