Veiðimál.

(Mál nr. 6475/2011)

A kvartaði yfir hvernig Umhverfisstofnun hefði staðið að vali á þátttakendum á námskeið fyrir verðandi leiðsögumenn með hreindýraveiðum. Umboðsmaður Alþingis lauk umfjöllun sinni um erindi A með bréfi, dags. 4. júlí 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997. Af gögnum málsins varð ráðið að A hefði beint tilteknum spurningum til Umhverfisstofnunar um námskeiðið og ekki varð séð að því hefði verið svarað efnislega. Þar sem málið virtist enn vera til meðferðar hjá Umhverfisstofnun og A gat í framhaldi af svörum þeirrar stofnunar leitað til umhverfisráðuneytisins vegna málsins, sbr. 3. gr. laga nr. 64/1994 og 8. tölul. 11. gr. rg. nr. 177/2007, taldi umboðsmaður ekki uppfyllt skilyrði laga til að geta tekið málið til frekari meðferðar, sbr. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997.