Almannatryggingar. Lífeyristryggingar.

(Mál nr. 6520/2011)

A kvartaði yfir gerð tekjuáætlunar sem lögð skyldi til grundvallar útreikningi á bótarétti hennar úr lífeyristryggingu vegna örorku.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á kvörtuninni með bréfi, dags. 16. ágúst 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.

Í ljósi 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 taldi umboðsmaður ekki fyrir hendi skilyrði til að fjalla frekar um kvörtun A en benti henni á að bera umkvörtunarefnið undir úrskurðarnefnd almannatrygginga, sbr. 7. gr. laga nr. 100/2007. Umboðsmaður tók fram að að fengnum úrskurði nefndarinnar gæti A leitað til sín að nýju.