Almannatryggingar. Lífeyristryggingar.

(Mál nr. 6551/2011)

A leitaði til umboðsmanns Alþingis og lagði fram gögn um samskipti sín við TR og úrskurðarnefnd almannatrygginga. Af gögnum málsins varð ráðið að A væri ósáttur við útreikning á ellilífeyrisgreiðslum sínum.

Umboðsmaður lauk athugun sinni á kvörtuninni með bréfi, dags. 8. ágúst 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.

Í ljósi 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 taldi umboðsmaður afstöðu úrskurðarnefndar almannatrygginga verða að liggja fyrir vegna ákvörðunar TR áður en hann gæti fjallað um málið, sbr. 7. gr. laga nr. 100/2007 en tók fram að teldi A enn á rétt sinn hallað að fenginni niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar ætti hann kost á að leita til sín á ný.