Atvinnuréttindi og atvinnufrelsi. Skipstjórnarréttindi.

(Mál nr. 6536/2011)

A, sem útskrifaðist á árinu 2009 með 4. stig í vélstjórn og hafði sótt um og fengið vélstjórnarréttindi hjá Siglingastofnun, kvartaði yfir því að þurfa að hlíta skilyrðum reglugerðar nr. 175/2008, settri samkvæmt lögum nr. 30/2007, en þar er gerð sú krafa til umsækjenda um tiltekin skírteini að þeir hafi lokið vélstjórnarnámi D í stað 4. stigs í vélstjórn eins og gerð var krafa um samkvæmt eldri lögum nr. 113/1984. Samkvæmt reglugerðinni er nú gerð krafa um nánar tilgreindar lágmarkssiglingatíma.

Umboðsmaður Alþingis lauk meðferð sinni á kvörtun A með bréfi, dags. 31. ágúst 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.

Í ljósi 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 taldi umboðsmaður rétt að A freistaði þess að leita til innanríkisráðuneytisins með athugasemdir sínar, sbr. 17. gr. laga nr. 30/2007, áður en hann tæki málið til frekari meðferðar. Að fenginni niðurstöðu ráðuneytisins gæti hann leitað til sín að nýju.