Orku- og auðlindamál.

(Mál nr. 6597/2011)

B kvartaði f.h. A yfir ákvörðun sveitarfélags um að fallast ekki á beiðni A um lækkun á gjaldi fyrir heitt vatn. Krafan byggðist á einkaréttarlegum samningi sem var gerður um sölu hitaveitu á heitu vatni til tveggja jarða í sveitarfélaginu árið 1991.

Umboðsmaður Alþingis lauk umfjöllun sinni um erindið með bréfi, dags. 31. ágúst 2011, með vísan til c-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.

Umboðsmaður fékk ekki annað séð en um væri að ræða ágreining um efndir á einkaréttarlegum samningi sem eðlilegt væri að dómstólar leystu úr. Hann tók þó fram hann hefði ekki tekið afstöðu til þess hvort meðferð sveitarfélagsins á máli A kynni á einhverju stigi að falla undir 1. mgr. 103. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, þar sem fram kemur að innanríkisráðuneytið úrskurði um ýmis vafaatriði sem upp kunna að koma við framkvæmd sveitarstjórnarmálefna. Umboðsmaður tók einnig fram að ef innanríkisráðuneytið fjallaði málið væri B heimilt að leita til sín að nýju yrði hann ekki sáttur við afgreiðslu ráðuneytisins.