Svör við erindum. Kvartanir eða kærur til æðri stjórnvalda eða eftirlitsstofnana.

(Mál nr. 6547/2011)

Hinn 10. ágúst 2011 kvartaði A yfir því að hafa ekki borist svar við kvörtun sem hann sendi landlækni í lok árs 2010.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á kvörtuninni með bréfi, dags. 31. ágúst 2011, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.

Í skýringum landlæknis til umboðsmanns vegna málsins kom fram að kvörtun A hefði ekki þótt nægilega skýr um tiltekin atriði og hefði lögmanni A verið sent bréf vegna þess í desember 2010. Lögmaðurinn hefði hins vegar ekki brugðist við erindinu og því hefði málið ekki verið afgreitt. Umboðsmaður taldi því ekki tilefni til að aðhafast frekar vegna kvörtunarinnar að sinni en tók fram að ef frekari tafir yrðu á afgreiðslu erindisins eftir að brugðist hefði verið við því gæti A leitað til sín á nýjan leik.