Svör við erindum.

(Mál nr. 6515/2011)

B kvartaði f.h. A yfir því að hefði ekki borist svar frá ríkisskattstjóra um hvort A hefði átt að fá sölunótu fyrir nýjum bíl sem hún keypti af X í október 2005.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á erindinu með bréfi, dags. 31. ágúst 2011, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.

Í bréfaskiptum ríkisskattstjóra og umboðsmanns vegna málsins kom fram að erindi A hefði nú verið svarað bréflega. Í ljósi þess taldi umboðsmaður ekki ástæðu til að fjalla frekar um málið.