A kvartaði yfir því að lögum og reglum um hávaðamengun frá ökutækjum væri ekki framfylgt og fann að eftirliti hjá bæði lögreglu og skoðunarstöðvum.
Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á kvörtuninni með bréfi, dags. 20. september 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.
Í ljósi 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 og 111.-112. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 taldi umboðsmaður rétt að A leitaði til Umferðarstofu með erindið en tók fram að teldi hann afgreiðslu erindisins óviðunandi eða ekki í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti gæti hann eftir atvikum leitað til sín á nýjan leik.