Fangelsismál. Reynslulausn.

(Mál nr. 6630/2011)

A kvartaði yfir synjun fangelsismálastofnunar á beiðni sinni um reynslulausn.

Umboðsmaður Alþingis lauk meðferð sinni á kvörtun A með bréfi, dags. 20. september 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.

Í ljósi 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 taldi umboðsmaður rétt að A leitaði til innanríkisráðuneytisins með erindið, sbr. 26. gr. stjórnsýslulaga, en tók fram að yrði hann ósáttur við niðurstöðu ráðuneytisins gæti hann leitað til sín að nýju. Í kvörtun A var einnig vísað til agaviðurlaga sem honum hafði verið gert að sæta. Umboðsmaður benti A á að teldi hann brotið á sér með þeim gæti hann einnig freistað þess að leita til innanríkisráðuneytisins vegna þess, sbr. 61. gr. laga nr. 49/2005.