Gjafsókn.

(Mál nr. 6419/2011)

A kvartaði yfir neikvæðri umsögn gjafsóknarnefndar um umsókn hennar um gjafsókn til höfðunar einkamáls á hendur X hf. og Y hf. og synjun dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins á umsókninni.

Umboðsmaður Alþingis lauk meðferð sinni á málinu með bréfi, dags. 14. september 2011, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.

Í tilefni af fyrirspurnarbréfi umboðsmanns vegna málsins óskaði innanríkisráðuneytið eftir umsögn gjafsóknarnefndar sem taldi rétt að endurupptaka mál A kæmi fram ósk um það hjá henni. Ráðuneytið tók undir það og sendi lögmanni A erindi þar sem m.a. var óskað eftir gögnum frá A stæði hugur hennar til endurskoðunar málsins. Umboðsmaður taldi því rétt að ljúka meðferð sinni á málinu en benti A á að hún gæti leitað til sín ný yrði hún enn ósátt við niðurstöðu innanríkisráðuneytisins að fenginni nýrri ákvörðun.