Gjafsókn.

(Mál nr. 6616/2011)

A kvartaði yfir því að innanríkisráðuneytið hefði synjað sér um fjárhagslega aðstoð til að krefjast gjaldþrotaskipta á búi sínu fyrir héraðsdómi.

Umboðsmaður Alþingis lauk málinu með bréfi, dags. 20. september 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.

Í ljósi gildissviðs laga nr. 65/1996, um réttaraðstoð við einstaklinga sem leita nauðasamninga, taldi umboðsmaður ekki tilefni til að gera athugasemdir við þá afstöðu innanríkisráðuneytisins að ekki væri heimilt að veita A fjárhagslega aðstoð á þeim grundvelli vegna beiðni um gjaldþrotaskipti. Í ljósi þess hvernig gildissvið laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála væri afmarkað, og einnig í ljósi þess að í lögum nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti, væri ekki sérstaklega mælt fyrir um veitingu gjafsóknar eða annars konar fjárhagslegrar aðstoðar, taldi umboðsmaður sig ekki heldur hafa forsendur til að gera athugasemdir við þá afstöðu innanríkisráðuneytisins að ekki stæði lagaheimild til að veita A gjafsókn á grundvelli laga nr. 91/1991.