Gjaldþrotaskipti.

(Mál nr. 6589/2011)

A kvartaði yfir því að héraðsdómstóll hefði synjað kröfu hans um að bú hans yrði tekið til gjaldþrotaskipta þar sem hann gat ekki lagt fram tryggingu fyrir greiðslu skiptakostnaðar.

Umboðsmaður Alþingis lauk málinu með bréfi, dags. 20. september 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.

Umboðsmaður benti á að úrskurður dómara um skyldu til að setja tryggingu fyrir greiðslu skiptakostnaðar vegna kröfu um gjaldþrotaskipti væri dómsathöfn og að í samræmi við það félli það utan starfssviðs síns að fjalla um niðurstöður dómstóla um það atriði. Umboðsmaður taldi því ekki uppfyllt skilyrði að lögum til að fjalla frekar um erindið, sbr. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 85/1997.