Kirkjumál og trúfélög.

(Mál nr. 6621/2011)

A kvartaði yfir frávísunarúrskurði úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar í tilefni af erindi A til nefndarinnar varðandi ákvörðun biskups um skiptingu starfa í tilteknu prestakalli og fleiri mál sem komu upp í kjölfarið á þeirri ákvörðun.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 14. september 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.

Umboðsmaður taldi að ekki lægi nægjanlega fyrir hvort lagaskilyrðum væri fullnægt til umfjöllunar hans um málið og taldi því rétt að A freistaði þess að bera umkvörtunarefnið undir áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar. Hann tók fram að A gæti leitað til sín að nýju að fenginni niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar yrði hann ósáttur við afgreiðslu hennar á málinu.