Námslán og námsstyrkir. Úthlutunarreglur.

(Mál nr. 6637/2011)

A kvartaði yfir skilyrðum LÍN um námsframvindu, þ.e. lágmarksfjölda eininga sem þarf að ljúka á námsönn til að fá námslán.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 29. september 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.

Af kvörtun A varð ekki ráðið að hann hefði sótt um námslán eða borið synjun stjórnar LÍN um að veita sér námslán undir málskotsnefnd LÍN. Í ljósi 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 taldi umboðsmaður sér ekki unnt að fjalla um kvörtunina en tók fram að ef hann leitaði til viðkomandi stjórnvalda og teldi hann sig beittan rangsleitni með úrlausn þeirra gæti hann leitað til sín á ný.