Svör við erindum.

(Mál nr. 6412/2011)

Hinn 14. apríl 2011 kvartaði A yfir því að hafa ekki borist svör frá Barnaverndarstofu við erindi sem var sent með bréfi, dags. 16. nóvember 2010. Í bréfinu var óskað skýringa varðandi gögn sem lögð voru til grundvallar við gerð álits Barnaverndarstofu.

Umboðsmaður Alþingis lauk meðferð sinni á kvörtun A með bréfi, dags. 29. september 2011, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.

Á meðan á athugun umboðsmanns á málinu stóð bárust honum þær upplýsingar að erindinu hefði verið svarað 12. júlí 2011. Þar sem kvörtunin laut að töfum taldi umboðsmaður ekki ástæðu til að aðhafast frekar.