Fjármála- og tryggingastarfsemi. Einkaréttarlegir aðilar.

(Mál nr. 6652/2011)

A kvartaði yfir því að íbúðarlán sitt hjá X hf. væri tengt launavísitölu þar sem laun hækkuðu mjög misjafnlega eftir stéttum. A tók fram að laun sín hefðu hækkað um 2% og þannig mun minna en meðaltal launahækkana, en laun hefðu hækkað að meðaltali um 10%.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 19. október 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Umboðsmaður benti á að starfssvið sitt tæki ekki til starfsemi fjármálafyrirtækja sem starfa á einkaréttarlegum grundvelli. Hann taldi því ekki uppfyllt skilyrði til að taka kvörtun A til frekari meðferðar en henni kynni að vera fær sú leið að leita til umboðsmanns skuldara. Færi hún þá leið og yrði ósátt við afgreiðslu á erindi sínu væri henni að öðru jöfnu heimilt að leita til sín að nýju.