Gjafsókn.

(Mál nr. 6482/2011)

A kvartaði yfir neikvæðri umsögn gjafsóknarnefndar um umsókn hans um gjafsókn til höfðunar einkamáls á hendur íslenska ríkinu og synjunar dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins á umsókninni.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 7. október 2011, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Umboðsmaður ritaði innanríkisráðherra bréf og óskaði nánari skýringa á tilteknum atriðum. Í svarbréfi innanríkisráðuneytisins kom fram að ráðuneytið hefði óskað eftir umsögn gjafsóknarnefndar í málinu og að nefndin hefði lýst sig reiðubúna til að endurupptaka mál A kæmi fram ósk um það. Umboðsmaður lauk því athugun sinni á málinu en tók fram að teldi A sig enn rangindum beittan að fenginni nýrri úrlausn gæti hann leitað til sín á ný.