Opinberir starfsmenn. Ráðningar í opinber störf.

(Mál nr. 6655/2011)

A kvartaði yfir því gengið hefði verið fram hjá sér við ráðningu í stöðu skólasálfræðings hjá sveitarfélagi.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 4. október 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í ljósi 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 taldi umboðsmaður rétt að A freistaði þess að bera erindi sitt undir innanríkisráðuneytið til úrskurðar á grundvelli 103. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 áður en hann tæki málið til umfjöllunar. Hann lauk umfjöllun sinni um erindið en tók fram að A ætti kost á að leita til sín á ný teldi hann á rétt sinn hallað að fenginni niðurstöðu ráðuneytisins.