Stjórnsýsluviðurlög.

(Mál nr. 6671/2011)

A ehf. kvartaði yfir fésekt sem félaginu var gert að greiða vegna vanskila á ársreikningi rekstrarársins 2009 til ársreikningaskrár.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 24. október 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Fyrir lá að A ehf. lagði fram kæru til yfirskattanefndar vegna fésektarinnar en yfirskattanefnd hafði úrskurðað í málinu. Í ljósi sjónarmiða að baki 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 taldi umboðsmaður sér því ekki unnt að taka málið til athugunar að svo stöddu. Hann lauk meðferð sinni á málinu en benti A ehf. á að ef félagið teldi sig enn beitt rangindum að fenginni úrlausn yfirskattanefndar gæti það leitað til sín að nýju. Þá væri félaginu heimilt að leita til sín ef verulegar tafir yrðu á meðferð málsins hjá yfirskattnefnd.