Skattar og gjöld. Kvartanir eða kærur til æðri stjórnvalda eða eftirlitsstofnana.

(Mál nr. 6611/2011)

Hinn 26. ágúst 2011 kvartaði A yfir því að tollstjóri hefði ekki afgreitt kæru hans frá 27. júní 2011.

Umboðsmaður Alþingis lauk málinu með bréfi, dags 10. október 2011, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í skýringum tollstjóra til umboðsmanns vegna málsins kom fram að úrskurðað hefði verið í málinu 15. september 2011. Umboðsmaður lauk því athugun sinni á málinu en benti A á að ef hann væri ekki sáttur við niðurstöðu tollstjóra gæti hann skotið úrskurðinum til ríkistollanefndar innan 60 daga frá póstlagningardegi úrskurðarins, sbr. 1. mgr. 118. gr. tollalaga, nr. 88/2005.