Svör við erindum. Umsóknir og ákvörðunartaka.

(Mál nr. 6607/2011)

Hinn 25. ágúst 2011 kvartaði A yfir því að sér hefði ekki borist svar frá sýslumannsembætti við beiðni frá 28. júní 2011 um löggildingu til að vera fasteignasali.

Umboðsmaður lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 7. október 2011, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í skýringum sýslumanns kom fram að af óútskýrðum ástæðum hefði láðst að afgreiða erindi A formlega en honum hefði nú verið send umsögn og gefinn kostur á að setja fram athugasemdir áður en afstaða yrði tekin til umsóknarinnar. Umboðsmaður taldi því ekki ástæðu til að aðhafast frekar að sinni en tók fram að ef A teldi frekari óeðlilegar tafir verða á afgreiðslu málsins gæti hann leitað til sín á nýjan leik.