Svör við erindum.

(Mál nr. 6478/2011)

Hinn 14. júní 2011 kvartaði A yfir því hafa ekki borist svar við fyrirspurn sem hann sendi 9. maí 2011 á netfang velferðarráðherra um það m.a. hvað liði undirbúningi að innleiðingu á ESB-tilskipun 2000/78.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 12. október 2011, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í skýringum velferðarráðuneytisins til umboðsmanns vegna málsins, dags. 11. október 2011, kom fram að ráðuneytið hefði nú svarað fyrirspurninni. Umboðsmaður taldi því ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna kvörtunarinnar.