Svör við erindum.

(Mál nr. 6548/2011)

A, sem hafði sent iðnaðarráðuneytinu erindi er laut að niðurgreiðslu vegna tengingar á hitaveitu, kvartaði yfir því að iðnaðarráðuneytið hefði afgreitt málið á þann hátt að staðfesta fyrri ákvörðun sína um afgreiðslu stofnstyrks til hitaveitunnar. A taldi málið ekki hafa verið leitt til lykta gagnvart sér með niðurstöðunni.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 19. október 2011, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

A hafði ritað iðnaðarráðuneytinu vegna málsins eftir að niðurstaðan var tilkynnt hitaveitunni. Í skýringum ráðuneytisins til umboðsmanns vegna málsins kom fram að því erindi hefði nú verið svarað og ráðuneytið liti svo á að með því væri meðferð þess á erindi A lokið. Umboðsmaður lauk því málinu en benti A á að ef hann væri ósáttur við efnisleg svör iðnaðarráðuneytisins í málinu gæti hann leitað til sín að nýju vegna þeirra.