Atvinnuleysistryggingar. Atvinnuleysisbætur.

(Mál nr. 6736/2011)

A kvartaði yfir ákvörðun Vinnumálastofnunar um að greiða sér einungis þriðjung þeirrar upphæðar er hann sig eiga rétt á í atvinnuleysisbætur. Ákvörðun fjárhæðarinnar byggðist á þeirri afstöðu stofnunarinnar að greiða A ekki bætur á tilgreindu tímabili sökum þess að hann hefði á þeim tíma tekið þátt í vinnumarkaðsaðgerðum og fengið greidd laun.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 28. nóvember 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í ljósi 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 taldi umboðsmaður sér ekki unnt að taka mál A til athugunar heldur benti honum á að skjóta máli sínu til úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða, sbr. 11. gr. laga nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar. Ef hann teldi sig enn rangindum beittan að fenginni úrlausn úrskurðarnefndarinnar gæti hann leitað til sín að nýju.