Kostnaður aðila við reksturs stjórnsýslumáls.

(Mál nr. 6451/2011)

A kvartaði yfir því að utanríkisráðuneytið hefði synjað sér um endurgreiðslu á kostnaði vegna aðstoðar lögmanns við að fá úr því skorið hvort hún hefði verið ríkisstarfsmaður þegar hún starfaði hjá Ratsjárstofnun.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 30. nóvember 2011, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í skýringum utanríkisráðuneytisins vegna málsins kom fram að í tilefni af fyrirspurnum umboðsmanns hefði ráðuneytið farið ítarlega yfir málavexti og gögn málsins til að leggja frekara mat á lögmæti kröfunnar. Í framhaldi af því hefði verið gert skriflegt samkomulag þar sem fallist var á að greiða kostnaðinn. Umboðsmaður leit því svo á að A hefði fengið leiðréttingu mála og lauk athugun sinni á málinu.