Skattar og gjöld. Þjónustugjöld.

(Mál nr. 6724/2011)

A kvartaði yfir ákvörðun Reykjavíkurborgar um að leggja viðbótargjald við sorphirðugjald þurfi að sækja sorpílát lengra en 15 metra frá sorpbíl.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 15. nóvember 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í ljósi 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 taldi umboðsmaður rétt að áður en hann tæki málið til umfjöllunar freistaði A þess að bera erindi sitt undir úrskurðarnefnd samkvæmt lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 31. gr. laganna og 39. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs. Umboðsmaður lauk málinu en tók fram að A gæti leitað til sín á ný að fenginni niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar ef hann teldi enn á rétt sinn hallað.