Sveitarfélög.

(Mál nr. 6728/2011)

A kvartaði yfir því að Reykjavíkurborg léti rafræna kosningu við mál á vefnum Betri Reykjavík hafa áhrif á það hvaða mál frá almenningi koma á dagskrá sviðsstjórna hjá borginni.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Með hliðsjón af 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 taldi umboðsmaður rétt að A freistaði þess að leita eftir afstöðu innanríkisráðuneytisins til álitaefnisins, sbr. 102. og 103. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Að fenginni niðurstöðu ráðuneytisins væri honum heimilt að leita til sín að nýju væri hann enn ósáttur við stöðu mála.