Svör við erindum. Umsóknir og ákvörðunartaka.

(Mál nr. 6686/2011)

Hinn 18. október 2011 kvartaði yfir því að hafa ekki borist svör frá ríkisskattstjóra við kæru sem hún sendi embættinu sumarið 2011 vegna þeirrar afstöðu þess að hún og fyrrverandi eiginmaður hennar byggju enn saman. Afstaða ríkisskattstjóra byggðist á upplýsingum í þjóðskrá en A og eiginmaður hennar fengu lögskilnað árið 2002.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 28. nóvember 2011, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í skýringum ríkisskattstjóra til umboðsmanns vegna málsins kom fram að kæra A hefði verið afgreidd með úrskurði 1. nóvember 2011 þar sem fallist var á sjónarmið hennar. Umboðsmaður leit svo á að A hefði fengið leiðréttingu mála sinna og taldi ekki tilefni til að aðhafast frekar.