Atvinnuréttindi og atvinnufrelsi.

(Mál nr. 6658/2011)

A kvartaði yfir ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins um að synja henni um heimild til að nota starfsheitið grunnskólakennari.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 30. desember 2011, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Þar sem kvörtun A barst umboðsmanni rúmu ári eftir að ákvörðun ráðuneytisins var tekin taldi umboðsmaður sér ekki unnt að taka synjunina til sérstakrar skoðunar, sbr. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997.

Í bréfi mennta- og menningarmálaráðuneytisins til umboðsmanns vegna málsins kom fram að fyrirspurn um hvaða viðbótarnám A gæti stundað til að fá að nota starfsheitið hefði verið svarað munnlega og að henni hefðu nú verið send tiltekin gögn sem hún hafði óskað eftir að fá afhent. Þar sem A hafði nú undir höndum fyllri upplýsingar um afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á erindi hennar en þegar hún sendi umboðsmanni kvörtun sína taldi umboðsmaður rétt að ljúka meðferð sinni á máli hennar en tók fram að ef hún enn ósátt, nú að fengnum ítarlegri skýringum, væri henni heimilt að leita til sín að nýju, eftir atvikum á grundvelli undanfarandi samskipta við ráðuneytið, en þó væri ekki ekki unnt að fjalla sérstaklega um synjun ráðuneytisins.