Lífeyrismál.

(Mál nr. 6770/2011)

A, opinber starfsmaður, var í fjögurra mánaða launalausu leyfi á meðan hann sinnti öðrum verkefnum á vegum hins opinbera. Hann hafði greitt í B-deild LSR en á meðan hann gegndi hinu tímabundna verkefni voru lífeyrisgreiðslur hans færðar í A-deild sjóðsins. A taldi það fela í sér skerðingu á lífeyrisréttindum sínum og að líta hefði átt á störf hans á öðrum vettvangi sem tilfærslu í starfi frekar en nýráðningu.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 20. desember 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Í ljósi 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 benti umboðsmaður A á að óska formlega eftir því að mál hans yrði tekið til endurskoðunar á þessum forsendum. Teldi hann sig enn órétti beittan að fenginni niðurstöðu stjórnarinnar gæti hann leitað til sín að nýju.