Málsmeðferð stjórnvalda.

(Mál nr. 6742/2011)

A kvartaði yfir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefði veitt landlæknisembættinu og/eða sóttvarnarlækni tiltekinn frest til að gera athugasemdir við kæru A til nefndarinnar vegna synjunar á beiðni um afhendingu gagna.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 12. desember 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Umboðsmaður vísaði til þess að í 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 virtist gert ráð fyrir að stjórnvaldi ætti að veita ákveðið svigrúm til að leggja fram rökstuðning og lauk því athugun sinni á kvörtuninni. Hann tók þó fram að ef hann teldi óeðlilegar tafir verða á úrlausn málsins hjá úrskurðarnefndinni væri honum heimilt að leita til sín á ný með kvörtun þar að lútandi.