Opinberir starfsmenn. Laun og starfskjör.

(Mál nr. 6714/2011)

A, stundakennari við Háskóla Íslands, kvartaði yfir því að skólinn vildi ekki leyfa sér að ganga í tiltekið stéttarfélag og stæði jafnframt í vegi fyrir því að hann greiddi í það.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 15. desember 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í ljósi 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 taldi umboðsmaður rétt að A freistaði þess að bera málið með formlegum hætti undir rektor Háskóla Íslands og eftir atvikum háskólaráð að því loknu. Umboðsmaður tók fram að að fenginni úrlausn þessara aðila gæti A leitað til sín á ný og myndi hann þá taka afstöðu til þess hvort og þá að hvaða leyti kvörtunin félli undir starfssvið sitt, m.a. með hliðsjón af því hvort ágreiningsefnið heyrði undir dómstóla og þá eftir atvikum Félagsdóm.