Samgöngumál. Vegamál.

(Mál nr. 6705/2011)

A kvartaði yfir því að settar hefðu verið reglur sem fælu í sér að lokun hefðbundinna ökuleiða. Í erindinu kom ekki fram hvaða reglur hann ætti við.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 5. desember 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Umboðsmaður taldi kvörtunina ekki þannig úr garði gerða að vera tæka til umfjöllunar að svo stöddu, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997, og lauk meðferð sinni á málinu en tók fram að A gæti leitað til sín að nýju ef hann gerði nánari grein fyrir kvörtunarefninu.