Samningar.

(Mál nr. 6780/2011)

A kvartaði yfir því að Vegagerðin hefði ekki uppfyllt tiltekið ákvæði í samningi vegna lagningar vegar í landi hans.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 30. desember 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Umboðsmaður benti á að ágreiningurinn beindist að einkaréttarlegum atriðum um túlkun á fyrirliggjandi samningi og þeim gögnum og samskiptum sem farið hefðu á milli Vegagerðarinnar og landeigenda. Umboðsmaður taldi það verða að vera verkefni dómstóla að leysa úr slíkum ágreiningi kæmu aðilar sér ekki saman um lausn hans með samkomulagi og lauk umfjöllun sinni um kvörtunina.