Styrkveitingar.

(Mál nr. 6762/2011)

A leitaði til umboðsmanns og vísaði til frétta af netmiðli um að tiltekinn stjórnmálaflokkur færi ekki að lögum og reglum um styrkþágur. A vildi vita hvort stjórnmálaflokkar færu eftir lögum og að umboðsmaður skoðaði þau mál.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 30. desember 2011, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Umboðsmaður benti á að það væri ekki hlutverk umboðsmanns að taka afstöðu til atvika eða aðstæðna sem væru alfarið af stjórnmálalegum toga, þ. á m. athafna stjórnmálaflokka, þingflokka eða þingmanna eða starfa stjórnmálaflokkana sem einkaréttarlegra aðila. Umboðsmaður lauk því umfjöllun sinni um málið en vakti athygli A á eftirlitshlutverki Ríkisendurskoðunar samkvæmt lögum nr. 162/2006, um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra.