Svör við erindum. Kvartanir eða kærur til æðri stjórnvalda eða eftirlitsstofnana.

(Mál nr. 6708/2011)

A kvartaði yfir því að hafa ekki borist svör frá innanríkisráðuneytinu við erindi sem hann sendi vegna synjunar Vegagerðarinnar á viðhaldi á vegi að heimili hans. Ekki kom fram hvenær erindið var sent.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 23. desember 2011, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í skýringum innanríkisráðuneytisins til umboðsmanns vegna málsins kom fram að að fyrirhugað væri að ljúka meðferð málsins ekki síðar en 16. desember 2011 og síðar fékk umboðsmaður þær upplýsingar að úrskurður hefði verið kveðinn upp. Umboðsmaður taldi því ekki ástæðu til að aðhafast frekar en tók fram að ef A væri ósáttur við niðurstöðu málsins gæti hann leitað til sín á ný.