Svör við erindum. Kvartanir eða kærur til æðri stjórnvalda eða eftirlitsstofnana.

(Mál nr. 6723/2011)

Hinn 8. nóvember 2011 kvartaði A yfir því hafa ekki borist svör frá Tryggingastofnun ríkisins við erindi sem hann sendi stofnuninni með bréfi, dags. 9. október 2011, í tilefni af endurkröfu tryggingastofnunar á hendur sér.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í skýringum Tryggingastofnunar ríkisins til umboðsmanns vegna málsins kom fram að erindinu hefði verið svarað 13. desember 2011. Jafnframt kom fram að stofnunin hefði vitneskju um að velferðarráðuneytið hefði framsent úrskurðarnefnd almannatrygginga kæru A vegna sömu atriða og erindið laut að og málið væri komið til meðferðar nefndarinnar. Umboðsmaður taldi því ekki tilefni til að fjalla frekar um kvörtunina.