Svör við erindum. Kvartanir eða kærur til æðri stjórnvalda eða eftirlitsstofnana.

(Mál nr. 6754/2011)

Hinn 29. nóvember 2011 kvartaði A yfir því að hafa ekki fengið svör við erindi sem hann sendi innanríkisráðuneytinu 6. október 2011 þar sem hann óskaði þess að ráðuneytið hlutaðist til um að þinglýsingarstjóri sýslumannsembættis svaraði kröfu hans um leiðréttingu á þinglýsingu.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 27. desember 2011, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í skýringum innanríkisráðuneytisins til umboðsmans kom fram að ráðuneytið hefði óskað eftir upplýsingum frá sýslumanni um hvað liði afgreiðslu erindisins og tilkynnt A um stöðu málsins. Umboðsmaður taldi því ekki tilefni til frekari afskipta að sinni en tók fram að ef A teldi afgreiðslu málsins dragast enn úr hófi gæti hann leitað til sín á ný.