Svör við erindum. Umsóknir og ákvörðunartaka.

(Mál nr. 6603/2011)

Hinn 24. ágúst 2011 kvartaði A ehf. yfir því að hafa ekki fengið svör við erindum sem það sendi Orkuveitu Reykjavíkur og stjórnarformanni hennar, 23. febrúar 2010 og 7. mars, 12. apríl og 1. júní 2011, um efndir samnings um afslátt frá gjaldskrá hitaveitu og leiðréttingu reikninga aftur í tímann.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 22. desember 2011, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í bréfi Orkuveitu Reykjavíkur til umboðsmanns í tilefni af fyrirspurn hans vegna málsins kom fram að erindinu hefði verið svarað 29. nóvember 2011. Umboðsmaður taldi því að félagið hefði fengið leiðréttingu sinna mála og lauk umfjöllun sinni um kvörtunina.