Svör við erindum. Umsóknir og ákvörðunartaka.

(Mál nr. 6751/2011)

Hinn 28. nóvember 2011 kvörtuðu A og B yfir töfum á afgreiðslu ríkisskattstjóra á kærumáli vegna álagningar opinberra gjalda gjaldárin 2007, 2008, 2009 og 2010. A og B höfðu lagt fram kæru hjá yfirskattanefnd 25. nóvember 2010 sem vísað var til ríkisskattstjóra til uppkvaðningar nýs úrskurðar 20. apríl 2011.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 16. desember 2011, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í skýringum ríkisskattstjóra til umboðsmanns vegna málsins kom fram að málið hefði nú verið afgreitt með úrskurði. Umboðsmaður leit því svo á að A og B hefði fengið leiðréttingu máls síns og lauk umfjöllun sinni um kvörtunina.