Svör við erindum. Umsóknir og ákvörðunartaka.

(Mál nr. 6768/2011)

Hinn 12. desember 2011 kvartaði A yfir því að Mannvirkjastofnun hefði ekki svarað bréfum sínum frá 9. ágúst og 22. nóvember 2011 vegna umsóknar um starfsleyfi byggingarstjóra.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 27. desember 2011, með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í skýringum Mannvirkjastofnunar til umboðsmanns vegna málsins, dags. 21. desember 2011, kom fram að stofnunin hefði nú komist að þeirri niðurstöðu að A uppfyllti skilyrði til að fá útgefið starfsleyfi og að það yrði afhent þegar greiðsla hefði borist. Umboðsmaður taldi því ekki tilefni til að fjalla frekar um kvörtunina og lauk umfjöllun sinni um hana.