Félagsþjónusta sveitarfélgaa.

(Mál nr. 6789/2012)

A kvartaði yfir því að dóttir sín fengi einungis skammtímavistun fimmtu hverja viku. Í kvörtuninni kom fram að A teldi hana mundu fá tíðari vistun ef hún byggi í öðru tilgreindu nágrannasveitarfélagi. Hún óskaði þess að umboðsmaður athugaði hvort þarna væri um að ræða brot á jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrár.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 18. janúar 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Fyrir lá að umsókn A um aukna skammtímavistun hafði varið hafnað en ekki varð séð að félagsmálanefnd sveitarfélagsins, sbr. 10. gr. laga nr. 59/1992, um málefni fatlaðs fólks, og eftir atvikum úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála, sbr. 63. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga, hefði fjallað um umsóknina. Í ljósi 3. mgr. 6. gr. taldi umboðsmaður sér því ekki unnt að taka málið til athugunar að svo stöddu en benti A á að ef hún teldi sig enn beitta rangindum að fenginni úrlausn úrskurðarnefndarinnar gæti hún leitað til sín að nýju.