Fjármála- og tryggingastarfsemi. Einkaréttarlegir aðilar.

(Mál nr. 6821/2012)

A leitaði til umboðsmanns Alþingis og óskaði upplýsinga um hvort það væri á verksviði umboðsmanns að fjalla um kvörtun vegna niðurfellingar viðskiptabanka á lánum sem hann yfirtók frá sparisjóði vegna kaupa á stofnfjárhlutum í sjóðnum.

Umboðsmaður Alþingis lauk umfjöllun sinni um erindið með bréfi, dags. 30. janúar 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Umboðsmaður benti A á að viðkomandi viðskiptabanki væri fjármálafyrirtæki sem starfaði grundvelli laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki og teldist því einkaréttarlegur aðili. Erindið varðaði þannig starfsemi einkaaðila sem fæli ekki í sér beitingu opinbers valds er aðilanum hefði verið fengið með lögum. Umboðsmaður taldi því ekki uppfyllt skilyrði laga nr. 85/1997 til að taka erindið til frekari meðferðar og lauk umfjöllun sinni.