Fjármála- og tryggingastarfsemi. Fjármálaeftirlit.

(Mál nr. 6681/2011)

A leitaði til umboðsmanns Alþingis og óskaði eftir því að mál vegna kvörtunar sem hann lagði fram árið 2009 vegna ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins um álagningu stjórnvaldssektar yrði tekin til nýrrar athugunar, en A hafði fallið frá kvörtuninni á sínum tíma.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 18. janúar 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Þar sem talsvert var um liðið síðan ársfrestur samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997 rann út var umboðsmanni ekki unnt að taka umrædda ákvörðun til athugunar á grundvelli kvörtunar. Þá taldi umboðsmaður þær upplýsingar sem hann hafði undir höndum ekki gefa sér tilefni til að taka málið til athugunar að eigin frumkvæði á grundvelli 5. gr. laga nr. 85/1997.