Menntamál. Framhaldsskólar.

(Mál nr. 6805/2012)

A kvartaði yfir hverfisskiptingu skóla í og taldi hana ósanngjarna og óréttláta.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 13. janúar 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Í bréfi til A benti umboðsmaður á að hann hefði þegar, í áliti frá 29. desember 2011 í málum nr. 5994/2010 og 6009/2010, komist að þeirri niðurstöðu að sú regla að veita nemendum í tilteknum grunnskólum forgang að 45% nýnemaplássa í vissum framhaldsskólum með hliðsjón af búsetu og samgöngum, hefði ekki verið sett samkvæmt viðhlítandi stoð í lögum nr. 92/2008, um framhaldsskóla. Í ljósi þess taldi umboðsmaður ekki tilefni til að aðhafast frekar í tilefni af kvörtun A.